45 atriði sem lífið kennir manni


Hin 90 ára gamla Regina Brett frá Ohio skrifaði þessi 45 atriði um það sem lífið hafði kennt henni:

1.Lífið er ekki sanngjarnt, en það er samt ljúft.

2.Þegar þú ert í vafa, taktu þá bara lítið skref.

3.Lífið er of stutt til að eyða tíma í að hata einhvern.

4.Vinnan þín mun ekki sjá um þig þegar þú verður veik. Vinir þínir og fjölskylda munu gera það. Vertu því í góðu sambandi við þau.

5.Greiddu kreditkortareikninginn í hverjum mánuði.

6.Þú þarft ekki að vinna öll deilumál, samþykktu að vera ósammála.

7.Gráttu með einhverjum. Það er betra en að gráta einn.

8.Það er allt í lagi að reiðast út í guð. Hann þolir það.

9.Safnaðu pening fyrir elliárin og byrjaðu með fyrsta launaseðlinum.

10. Þegar kemur að súkkulaði, þá er mótstaða árangurslaus.

11. Semdu frið um fortíðina, þannig að hún eyðileggi ekki samtíðina.

12. Það er í lagi að láta börnin þín sjá þig gráta.

13. Berðu ekki þitt líf saman við annarra. Þú hefur ekki hugmynd um hvernig þeirra líf er.

14. Ef samband þarf að vera leynilegt, þá áttu ekki að vera í því.

15. Allt getur breyst á augabragði. En hafðu ekki áhyggjur.

16. Dragðu andann djúpt, það róar hugann.

17. Losaðu þig við allt sem er ekki nýtilegt, fallegt eða skemmtilegt.

18. Það sem ekki drepur þig gerir þig bara sterkari.

19. Það er aldrei of seint að hafa barnæskuna skemmtilega. En sú seinni er alveg undir þér komin.

20. Þegar kemur að því að sækjast eftir því sem þú elskar við lífið, taktu þá aldrei Nei sem svar.

21. Brenndu kertin, notaðu fínu rúmfötin, farðu í fínu nærfötin. Sparaðu þetta ekki fyrir sérstök tilefni. Í dag er sérstakt tilefni.

22. Undirbúðu þig ávallt vel, láttu svo strauminn taka þig.

23. Vertu óvenjuleg í dag. Bíddu ekki eftir gamalsaldri til að klæða þig í fjólubláan lit!

24. Mundu að mest áríðandi kynfærið er heilinn.

25. Enginn ræður yfir hamingju þinni nema þú.

26. Rammaðu inn allar svokallaðar þjáningar með orðunum. „Mun þetta skipta einhverju máli eftir 5 ár?“

27. Hafðu lífið alltaf að leiðarljósi.

28. Fyrirgefðu öðrum allt.

29. Það sem aðrir hugsa um þig kemur þér alls ekki við.

30. Tíminn læknar svo til allt. Gefðu tímanum tíma.

31. Hversu gott eða slæmt sem ástandið er, þá mun það breytast.

32. Taktu þig ekki of hátíðlega, enginn annar gerir það.

33. Trúðu á kraftaverk.

34. Guð elskar þig vegna þess hver hann er, ekki vegna þess sem þú gerðir eða gerðir ekki.

35. Endurskoðaðu ekki lífið. Vertu til staðar og taktu þátt í því.

36. Að verða gamall er betra en hinn kosturinn, að deyja ungur.

37. Börnin þín fá bara eina barnæsku.

38. Allt sem skiptir máli í lokin er að þú hafir elskað.

39. Farðu út á hverjum degi , kraftaverk bíða alls staðar.

40. Ef við myndum öll kasta áhyggjum okkar í stafla og sæjum stafla hinna, þá myndum við hrifsa okkar til baka.

41. Öfund er tímasóun. Þú hefur nú þegar allt sem þú þarfnast.

42. Það besta er ef til vill einnig ókomið.

43. Það skiptir ekki máli hvernig þér líður, farðu á fætur, klæddu þig og sýndu þig.

44. Láttu undan.

45. Lífið er ekki skreytt með slaufum, en samt er það gjöf

Þorgrímur Þráinsson

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is