Að lifa í sannleika


Úr grein eftir Rajinder Singh úr vorhefti Ganglera 2009  

Móðir kom einu sinni að máli við Mahatma Gandhi og sagði. ,,Sonur minn borðar of mikinn sykur. Viltu biðja hann um að hætta?“ Um hríð hugsaði Gandhi sig um og bað hana svo að koma aftur eftir nokkra daga. Að nokkrum dögum liðnum kom konan aftur með son sinn og bað Gandhi aftur um að ráðleggja barninu að hætta að borða sælgæti. Að þessu sinni sagði Gandhi drengnum að hætta að borða sykur.

 

Þetta kom móðurinni á óvart og hún spurði vantrúuð: ,,Ef þetta er allt og sumt sem þú hefur að segja við hann af hverju gastu þá ekki gert það þegar við komum í fyrra skiptið?“ Gandhi svaraði: ,,Af því fyrir nokkrum dögum var ég sjálfur ekki hættur að borða sykur.“    

Þetta dæmi birtir okkur háleit markmið sem er fólgið í því að ráðleggja öðrum aðeins það sem við ástundum sjálf. Fyrir þá sem feta hinn andlega veg er hollusta við sannleikann ein af þeim dygðum sem við verðum að tileinka okkur.    

 

Ástæður þess að okkur er áfátt í þessum efnum geta verið ýmsar: lygar, blekkingar, hræsni og ólöglegur ávinningur. Sumt er augljóst, eins og lygi og þjófnaður.  Ef lygi okkar miðar að því að dylja það sem við erum í raun og sannleika eða láta svo virðast að við séum betri en við erum þá erum við komin inn á svið egóismans. Ef við leggjum mikið upp úr áliti einhvers þá reynum við að koma honum fyrir sjónir á hagstæðan hátt. Með því eru ósannindin komin í flokk blekkinga og hræsni.    

 

Ástundun sannleikans hefur áhrif á andlegar framfarir okkar. Sannleikshollustan felur í sér að vera hreinskilin þegar ávirðingar okkar og mistök eru annars vegar. Við leynum þeim ef til vill fyrir öðrum en við megum ekki leyna þeim fyrir sjálfum okkur.  

 

Þorgrímur Þráinsson

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is