Að vera til staðar er staðfesting á væntumþykju
Þegar einhver sem okkur þykir vænt um á í erfiðleikum vitum við ekki alltaf hvað við eigum að segja eða hvernig við eigum að haga okkur gagnvart viðkomandi. Okkur langar að lina þjáningar og hjálpa eftir bestu getu en við getum fundið til vanmáttar. Stundum er besta gjöf okkar til annarra einfaldlega það að vera til staðar, veita viðkomandi athygli og hlusta. Þegar okkur fer að líða betur verðum við meðvitaðri tilfinningalega gagnvart þeim sem við elskum, losnum jafnvel við þráhyggju og verðum síður óframfærin og einangruð.
Við vitum að hvert og eitt okkar þarf að finna svörin innra með okkur. Oft viljum við leysa vandamál vina okkar, barna, foreldra eða fjölskyldumeðlima en yfirleitt getum við aðeins verið til staðar fyrir þau. Við getum verið andlegur stuðningur, rætt málin af yfirvegun og gefið þeim tíma. Ef við erum fjarverandi er mikilvægt að skrifa eða ræða saman í síma eða á netinu. Við eigum að trúa því að æðri máttarvöld séu eins mikið til staðar fyrir þá sem við elskum eins og þau eru til staðar fyrir okkur.
Að vera til staðar í dag fyrir einhvern sem ykkur þykir vænt um getur skipt verulega miklu máli fyrir hann.
Þorgrímur Þráinsson
Andi ehf. | Tunguvegi 12 | 108 Reykjavík | Sími: 661 4000 | Netfang: andi@andi.is