Þegar kostulegur strákur virðist detta nánast fyrirvaralaust af himnum ofan verða Ómar og María trotryggin. Strákurinn, sem segist heita Amó Amas, er fremur ólíkur jafnöldrum sínum í háttum en María heillast af honum. Amó treystir Ómari og Maríu fyrir leyndarmáli sem á sér ekki hliðstæðu og þau ákveða að hjálpa honum að leysa verkefni sem honum var falið. Amó hefur skamman tíma til stefnu og þegar lögreglan handsamar hann í skólanum virðist úti um hann.
Í skólaferðalaginu slær Ómar í gegn í körfubolta en skelfing grípur um sig þegar María lendir í lífsháska. Amó tekur af skarið þegar sekúndur skilja á milli lífs og dauða. En taka máttarvöldin ef til vil í taumana?
Amó Amas er saga um þrettán ára krakka sem lenda í einkennilegri atburðarás eftir að Amó kemur til sögunnar. Hann hrífur alla með hreinskilni sinni og kurteisi en er samt ekki allur þar sem hann er séður. Amó Amas markar án efa sérstök spor í huga lesenda og vekur þá til umhugsunar um gildi vináttu og trausts og tilgang lífsins.
Þorgrímur Þráinsson hefur verið metsöluhöfundur undanfarin ár en hann hlaut barna- og unglinabókaverðlaun Skólamálaráðs fyrir bókin Tár, bros og takkaskór. Amó Amas er sjötta bók Þorgríms og enn á ný kemur hann lesendum á óvart. Guðný Svava Guðjónsdóttir myndskreytti bókina.
Aðrar bækur
Andi ehf. | Tunguvegi 12 | 108 Reykjavík | Sími: 661 4000 | Netfang: andi@andi.is