Auðgaðu daginn


Það er einstaklega auðvelt að sofna á verðinum, festast í rútínu sem maður er alls ekki sáttur við og leiða allar áskoranir hjá sér. Nú þegar skólarnir hafa tekið aftur til starfa er flest komið í fastar skorður.

Við vöknum á sömu mínútunni dag eftir dag, börnin snæða morgunmat, misglöð, þau skottast í skólann og vinnan tekur við.

Síðan innkaupaferðir, hefðbundið skutl, kvöldmatur,sjónvarp, nóttin.

Sami söngurinn dag eftir dag og oftar en ekki lýst niður í hugann: ,,Svakalega væri gaman að gera eitthvað annað.“

Samt skortir ekkert nema frumkvæði.

Það er svo auðvelt að auðga daginn, ef sjálfsaginn er til staðar.

Þægindahringurinn er svo notalegur en kyrrstaða leiðir til stöðnunar og slíkt veldur hamingjuskorti. 

Það stígur enginn upp fyrir okkur og rífur okkur upp úr tilbreytingasnauðri tilverunni.


Nokkrar hugmyndir:

 1. Vaknaðu tuttugu mínútum fyrr á morgnanna og hugleiddu, leitaðu inn á við.

 2. Borðaðu eingöngu hollan morgunmat. Ekki redda þér með óhollustu. Og síðast en ekki síst, taktu mér þér hollt nesti      

    í vinnuna í stað þess að hentast út í bakarí.

 1. Hlustaðu á hljóðsnældu í bílnum í stað síbyljunnar. Lingafón er frábært.

 2. Fyrsta verk í vinnunni er að skrifa niður hvernig þú vilt að dagurinn verði. Skrifaðu allt það dásamlega á blað sem þú

    vilt að hendi þig yfir daginn.

 1. Lestu tíu blaðsíður í uppbyggjandi bók í kaffihléinu í stað þess að hlusta á slúður, hvað þá að taka þátt í því.

 2. Hafðu heilsurækt alltaf inn í stundatöflu dagsins.

 3. Hjálpaðu börnunum með heimalærdóminn, leggðu þitt af mörkum.

 4. Borðaðu þig ekki nema 70% saddan í kvöldmatnum.

 5. Ljúktu einhverju sem þú hefur frestað lengi.

 6. Minnkaðu sjónvarpsgláp og farðu frekar í uppbygggilegan göngutúr.

 7. Hugleiddu í fimmtán mínútur á kvöldin og leggðu grunn að næsta degi.

 8. Farðu aldrei að sofa nema með hreina samvisku.


Það er svo auðvelt að auðga daginn ef vilji er fyrir hendi og njóta hans til hins ítrasta. En að sama skapi er enn auðveldara að hjakka í sama farinu og sklija hvorki upp né niður í lífinu, hreinlega missa af því.


Þorgrímur Þráinsson

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is