Hver var þessi stúlka með fallegu bláu augun sem fékk hann til að mæta berfættan í skólann og íhuga það að segja kærustunni sinni upp? Var það þess virði að komast að því hvað bjó á bak við þessi leyndardómsfullu augu? Hvers vegna var þessi glæsilega stúlka svo þögul og einmana og hleypti engum nærri sér?


Þegar Nikki komst fyrir tilviljun yfir dagbækur Kamillu og henni fór að berast dularfull bréf tók líf þeirra óvænta stefnu. Gat það verið að sannleikann væri að finna í bréfi frá móður hennar sem dó fyrir sex árum? Hvar var bréfið niðurkomið? Hvar var hinn tvíburinn?


Nikki gat ekki horft upp á erfiðleika Kamillu án þess að aðhafast nokkuð en mörg ljón voru á veginum. Pabbi hennar var staðráðinn í að halda sannleikanum leyndum og Lilja, kærasta Nikka, ætlaði ekki að sleppa honum.


Bak við bláu augun er saga um nýnema í menntaskóla sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir og hafa þeir mörgum hnöppum að hneppa.


Unglingabækur Þorgríms Þráinssonar hafa allar orðið metsölubækur og hlaut höfundurinn barna- og unglinga-bókaverðlaun Skólamálaráðs árið 1990 fyrir bókina Tár, bros og takkaskór. Bak við bláu augun er fjórða unglingabók Þorgríms en að þessu sinni tekst höfundurinn á við nýtt og spennandi verkefni.

Aðrar bækur

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is