Er komið að tímamótum?


,,Andlegir leiðtogar jarðarinnar verða, að því er virðist, að skilja mannkynið eitt eftir og yfirgefið vegna þess að það á sjálft að standa á eigin fótum og finna hin æðri sannindi í sjálfum sér og náttúrunni af frjálsum vilja, óháð og án utanaðkomandi hjálpar.

Væri ekki svona um hnútana búið fengi það aldrei tækifæri til að klífa upp á hæsta þrep þróunarstigans.

En alveg eins og góð móðir hjálpar barni sínu að læra að ganga eitt og óstutt, svo það verði sjálfstætt, en fylgist samt sem áður með því úr fjarlægð til þess að hjálpa því aftur á fæturna ef það dettur, þá fylgjast andlegir stjórnendur með jörðinni og grípa í taumana og hjálpa mannkyninu út úr ógöngum ef þess gerist þörf. Þeir starfa á andlega sviðinu, leiða og stjórna mannkyninu þaðan.

Hvenær sem hjátrú og fáfræði öðlast byr undir báða vængi á jörðinni í stað þekkingar, og hvenær sem andlegt myrkur verður svo mikið að hætt er við að ljósið slokkni, þá munu ætíð vera til reiðu einhverjir sona Guðs að færa þá miklu fórn að stíga niður til jarðar og fæðast í mennskum líkama til að færa mannkyninu huggun og guðlegt ljós.“


Úr bókinni Vígslan eftir Elisabeth Haich


Þorgrímur Þráinsson

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is