Góðir siðir fyrir iðkendur


1. Ég er stundvís, mæti alltaf a.m.k. 10 mínútur fyrir æfingar og á réttum tíma í keppni.

2. Ég er jákvæður og í góðu skapi á æfingum og í leikjum því mér finnst gaman í íþróttum.

3. Ég mótmæli aldrei úrskurði dómara.

4. Ég kem kurteislega fram við mótherja því ég vil að hann komi vel fram við mig.

5. Ég legg mig alltaf 100% fram.

6. Ég tek sigri með hóflegri gleði og tapi með jafnaðargeði.

7. Ég hjálpa samherjum eins og ég get á æfingum, í keppni og hvar sem er.

8. Ég geng vel um búningsklefa, íþróttasali og íþróttavelli, hvot sem ég er mótherji, gestur eða áhorfandi.

9. Ég ber virðingu fyrir keppnisbúningnum og geng snyrtilega frá honum.

10. Ég er í íþróttum fyrir sjálfan mig af því að það er hollt og skemmtilegt en ég reyni líka alltaf að vera félaginu og         mínum nánustu til sóma, innan vallar sem utan.


Þorgrímur Þráinsson

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is