Sumarið sem Úlfhildur var þrettán ára bar óvæntan gest inn í líf hennar, indíánastrákinn Mússí sem kemur til Íslands sem laumufarþegi með skipi. Úlfhildi tekst með ýmsum brögðum að vinna trúnað hans og saman eiga þau ógleymanlegar stundir. Smátt og smátt leysir Mússí frá skjóðunni og segir henni frá því hvers vegna hann flúði til Íslands -  og hvaða ógnir steðja að honum.


Þorgrímur Þráinsson er meðal vinsælustu höfunda okkar og hér kveður við nýjan tón sem koma mun mörgum á óvart.

Aðrar bækur

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is