Hveitigras - töframeðal?


Dr. Ann Wigmore kennari og stofnandi Hippocrates Health Institute í Boston innleyddi neyslu safa úr hveitigrasi.

Safinn er pressaður úr lífrænt ræktuðu hveitigrasi og fullur af næringarefnum, vítamínum, steinefnum, blaðgrænu (chlorophyll) og ensímum.

Þá losar hveitigrasið okkur við uppsöfnuð eiturefni í frumum líkamans, sérstaklega fitufrumum.


Hveitigras er mjög orkugefandi og inniheldur allt að 70% blaðgrænu sem er talin auka árangur í líkamsrækt.

Blaðgrænan, sem er undistaða allra plantna, hefur náttúrulega bakteríueyðandi virkni og eyðir einnig slæmri líkamslykt hvort heldur sem er andremma, svitalykt eða táfýla!


Vissulega er hægt að nota blaðgrænu úr fleiri plöntum en kostir hveitigrassins eru þeir að í blaðgrænu þess eru um 100 frumefni sem maðurinn hefur þörf á.

Hveitigrasið hefur ferskleikann fram yfir verksmiðjuframleidd fæðubótarefni, enda er aðeins notað 10-12 daga gamalt gras sem er afgreitt skorið eða óskorið eftir óskum neytandans.

 

Helstu kostir hveitigrass eru:


 1. Inniheldur 90 af 102 mögulegum steinefnum

 2. Inniheldur Beta-carotene, B-fjölvítamín (+B12), C, E, K og U ofl.

 3. Inniheldur 17 amminósýrur að meðtöldum þeim 8 mikilvægustu.

 4. Samkvæmt sumum rannsóknum inniheldur þurrkað hveitigras 47,4% af próteini (3 sinnum meira en nautakjöt)

 5. Lítið magn af hveitigrasi (dagleg notkun) getur komið í veg fyrir tannskemmdir

 6. Það hefur mjög góð áhrif á exem og psoriasis

 7. Getur seinkar því að hárin gráni

 8. Örvar meltingu

 9. Eykur styrk og þol sem og andlega og líkamlega vellíðan

 10. Getur komið í veg fyrir blóðsjúkdóma og minnkað háan blóðþrýsting

 11. Hreinsandi fyrir líkamann

 12. Kemur í veg fyrir hægðatregðu


Stundum er sagt að hveitigras sé óblöndu sólarorka.

Ég hvet ykkur til að prófa að neyta hveitigrass og finna þannig fyrir þeim áhrifum sem það hefur.

Hveitigrasið fæst í Laugum.


Þorgrímur Þráinsson

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is