Hverjir skipta þig mestu máli?


Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum?

Nefndu fimm síðustu sigurvegara í keppninni um alheimsfegurðardrottningu?

Nefndu tíu einstaklinga sem hafa unnið til Nóbels-verðlauna?

Nefndu sex leikara og leikkonur sem unnu til Óskarsverðlauna á  síðasta ári?

Hvernig gekk þér?

 

Niðurstaðan er yfirleitt á sama veg. Nánast enginn man fyrirsagnir gærdagsins enda skipta þær yfirleitt litlu máli þótt um sé að ræða mikla afreksmenn eða einstaklinga sem hafa skarað fram úr á sínu sviði. En klappið deyr út, verðlaunin missa ljómann. Afrek gleymast. Viðurkenningar og skírteini eru grafin með eigendum sínum.

 

Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Hvernig þér gengur með þær?

 

Skrifaðu nöfn fimm kennara sem hjálpuðu þér á skólagöngu þinni.

Nefndu þrjá vini sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum?

Nefndu fimm einstaklinga sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt?

Hugsaðu um fimm einstaklinga sem meta þig að verðleikum.

Hugsaðu um fimm einstaklinga sem þér þykir gott að umgangast.

 

Þetta var væntanlega mun auðveldara. Og lærdómurinn sem við drögum af því er sá að

fólkið sem skiptir okkur mestu máli í lífinu eru ekki þeir sem hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flest verðlaunin, heldur þeir sem finnst við skipta mestu máli.

 

Við eigum að líta okkur nær og hlúa að þeim verðmætum sem felast í þeim einstaklingum sem standa okkur næst.

 

Þorgrímur Þráinsson

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is