1. Þjálfaðu ástarvöðvann undir stýri

  2. Fáðu ekki fullnægingu á undan konunni.

  3. Haltu þig í hæfilegri fjarlægð þegar konan er í verslunarham. En vertu klár með kortið.

  4. Festu barnapíu eitt kvöld í viku svo þið losnið undan skyldustörfum

  5. Ekki ræna augnablikinu frá konunni sem hana langar að eiga með öðrum

  6. Ef þú finnur ekki löngun til að fara í vinnuna skaltu skipta um starf

  7. Það er óviðeigandi að spyrja konuna hvort hún hafi haldið framhjá

  8. Þegar þú lærir að viðhalda sæðinu, geturu stundað samfarir eins lengi og þú vilt

  9. Láttu taka þig úr sambandi ef þið ætlið ekki að eignast fleiri börn

  10. Teiknaðu upp það líf sem þig langar að lifa


Getur þú gert konuna þína hamingjusama? Eða er hamingjan eingöngu undir hverjum og einum komin? Allir viljum við konu sem er syngjandi kár, geislar af sjálfsöryggi og ber sig eftir draumum sínum. Við karlmenn getum lagt okkur mun betur fram um að konan sé hamingjusöm, ekki síst með því að blómstra sjálfir.

Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama endurspeglar sýn höfundarins á samskipti hjóna; kynlíf, uppeldismál, heilbrigði, persónulegan þroska og það frelsi að vera einstaklingur undir öllum kringumstæðum


Þorgrímur Þráinsson er þriggja barna faðir og hefur verið kvæntur í sautján ár. Hvernig gerirðu konuna þín hamingjusama er hans tuttugasta bók.


Umsagnir

,,Bráðskemmtileg lesning, full af hlýju og húmor; bók sem getur gert hvaða karlmann sem er að draumaprinsi sinnar konu.”

                      Súsanna Svavarsdóttir

Aðrar bækur

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is