Í Kvöldsögum eru fjórar myndskreyttar ævintýrasögur fyrir yngstu lesendurna og börn á forskólaaldri.
Þótt allar sögurnar tengjast jólunum á einn eða annan hátt er viðfangsefnið margvíslegt.
Snjókarl biður vin sinn að fljúga með sér til fjarlægs lands til að gefa veikum strák leikföng.
Jólasveinn týnir lyklinum að hlöðunni þar sem gjafirnar eru geymdar og sér ekki fram á að geta glatt börnin.
Blómálfar hjálpa einmana stúlku að taka til og gleðja foreldra sína.
Lítill bangsi þarf að dúsa einn uppi á háalofti á meðan heimilisfólkið syngur og dansar í kringum jólatréð.
Kvöldsögur er áttunda bók metsöluhöfundarins Þorgríms Þráinssonar. Hann hlaut barna- og unglingabókaverðlaun Skólamálaráðs fyrir bókina Tár, bros og takkaskór árið 1991 og Menningarverðlaun Visa árið 1992
Halla Sólveig Þorsteinsdóttir myndskreytti sögurnar.
Aðrar bækur
Andi ehf. | Tunguvegi 12 | 108 Reykjavík | Sími: 661 4000 | Netfang: andi@andi.is