Dularfullur ráðgátur í myrkri og kulda
Margt býr í myrkrinu var valin besta sagan í samkeppni um Íslensku barnabókaverðlaunin 1997. Það var einróma álit dómnefndar að sagan bæri af þeim fjörutíu handritum sem bárust í samkeppnina, bæði hvað varðar efni og stíl.
Þegar Gabríel fer að heimsækja afa sinn, gamlan prest á Snæfellsnesi, til þess að vera honum til halds og trausts milli jóla og nýárs hefur hann ekki hugmynd um hvað bíður hans. Í þykku myrkrinu fjarri borgarljósunum fara undarlegir atburðir að gerast og hamslaust óveður einangrar bæinn frá umheiminum. Gabríel stendur skyndilega frammi fyrir dularfullum og ógnvekjandi ráðgátum sem virðast tengjast mögnuðum atburðum sem áttu sér stað fyrir rúmum fjórum öldum.
Þorgrímur Þráinsson er landsþekkur fyrir ritstörf sín en alls hafa komið út eftir hann níu bækur fyrir börn og unglinga. Bækur hans hafa notið einstakra vinsælda og hlaut hann verðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur árið 1991. Þorgrímur er einnig þekkur sem fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður með Val. Auk starfa sinna sem rithöfundur er Þorgrímur ritstjóri Íþróttablaðsins og framkvæmdarstjóri Tóbaksvarnanefndar.
Aðrar bækur
Andi ehf. | Tunguvegi 12 | 108 Reykjavík | Sími: 661 4000 | Netfang: andi@andi.is