Jón Vídalín (1666-1720) var eitt af stórmennum íslenskrar kirkjusögu, farsæll biskup og kirkjuhöfðingi. Hann var predikari af Guðs náð og áhrifin, sem hann hafði á hugsunarhátt og tungutak fólks, eiga sér varla hliðstæðu í Íslandssögunni. Húslestrarbók hans, Vídalínspostilla, var til á nánast hverju einasta heimili í hartnær 200 ár og átti biskup því áreiðanlega stóran þátt í að móta trúarviðhorf þjóðarinnar með kjarnyrtum húslestri sínum. Jón Vídalín fæddist í Görðum á Álftanesi 21. Mars 1666 og er Vídalínskirkja í Garðabæ, sem var vígð árið 1995, kennd við hann.

Aðrar bækur

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is