Mitt er þitt er saga um hressa stráka og stelpur sem taka til sinna ráða þegar að einn úr hópnum er sakaður um þjófnað í skólanum. Kiddi, Tryggvi og Skapti eru saman öllum stundum þótt áhugamál þeirra séu ólík. Kiddi og Tryggvi lifa fyrir fótboltann og vonast til að fá tækifæri með landsliðinu en Skapti er í ballett og dundar sér við tæknibrellur þess á milli. Skömmu eftir að ókunnug stelpa utan af landi heimsækir Skapta fer allt í bál og brand í skólanum. Tryggvi hjálpar Hildi þegar hún slasar sig en var hún aðeins að leiða hann í gildru? Sóley flytur til Reykjavíkur og kemur strákunum á óvart með framgöngu sinni við að upplýsa um þjófnaðinn. Þegar henni er rænt fyllast strákarnir eldmóði. Byrja Kiddi og Sóley saman? Verður Tryggvi rekinn úr skólanum? Komast strákarnir í landsliðið?
Mitt er þitt er þriðja skáldsaga Þorgríms Þráinssonar. 1990 kom út bókin Tár, bros og takkaskór en hún varð metsölubók ársins og hlaut höfundurinn barna- og unglingabókaverðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkurborgar. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri afhenti Þorgrími verðlaunin.
Aðrar bækur
Andi ehf. | Tunguvegi 12 | 108 Reykjavík | Sími: 661 4000 | Netfang: andi@andi.is