Nokkur heillaráð


Fyrir nokkru hnaut ég um litla, fallega bók sem heitir Lítill leiðarvísir um lífið – 509 heillaráð.

Bókin er eftir H. Jackson Brown en um er að ræða heillaráð sem hann færði syni sínum að gjöf þegar hann flutti að heiman til að hefja háskólanám. Brown sagðist einhvern tímann hafa lesið að foreldrar ættu ekki að varða veginn fyrir börnin sín heldur fá þeim vegkort í hendur. Þetta var vegkort Jackson Brown til Adams sonar síns. Örlítið sýnishorn: 

 1. Hældu þremur manneskjum á dag

 2. Horfðu á sólina koma upp minnst einu sinni á ári

 3. Heilsaðu með þéttu handtaki

 4. Horfðu í augu fólks

 5. Lærðu á hljóðfæri

 6. Plantaðu blómum á hverju vori

 7. Vertu fyrri til að heilsa

 8. Vertu umburðarlyndur gagnvart sjálfum þér og öðrum

 9. Kauptu alltaf af börnum sem eru með hlutaveltu

 10. Gefðu reglulega blóð

 11. Varðveittu leyndarmál

 12. Kauptu grænmeti af garðyrkjumönnum sem nota handskrifuð auglýsingaskilti

 13. Færðu ástvinum óvæntar gjafir

 14. Viðurkenndu mistök þín

 15. Njóttu fólks, ekki nota það

 16. Sýndu börnum hlýju eftir að þú hefur tekið í lurginn á þeim

 17. Hjólaðu

 18. Líttu ekki á góða heilsu sem sjálfgefinn hlut

 19. Lærðu að dansa

 20. Varastu að láta hæðnisorð falla

 21. Farðu með dagblöð, flöskur og dósir í endurvinnsluna

 22. Láttu aldrei sjá þig ölvaðan

 23. Kauptu aldrei hlutabréf fyrir meira fé en þú hefur efni á að tapa

 24. Leggðu í vana þinn að reynast fólki vel sem mun aldrei komast að því

 25. Segðu börnum þínum oft hve stórkostleg þau eru og að þú treystir þeim.


Þorgrímur Þráinsson

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is