Nokkur ráð í erfiðum róðri


  1. Vaknaður 15 mínútum fyrr en venjulega. Kveiktu á kertum, fáðu þér sæti í stól, sittu með bakið beint, lokaðu                            augunum og dragðu andann eins djúpt niður í kviðarhol og þú getur. Einbeittu þér algjörlega að önduninni. Ljós og jákvæðni á innöndun, neikvæðni og áhyggjur hverfa við útöndun.

  2. Faðmaðu börnin á fætur og greiddu götu þeirra þar til skólinn byrjar.

  3. Borðaðu hollan og næringarríkan morgunverð.

  4. Hlustaðu á hljóðbók í bílnum eða tónlist sem lyftir þér upp.

  5. Verðu fyrstu 10 mínútunum í vinnunni í að lesa 10 blaðsíður í bók sem skilur eitthvað eitthvað og/eða vekur þig til umhugsunar um lífið og tilveruna. Og sjálfan þig.

  6. Segðu eitthvað fallegt við vinnufélagana, hrósaðu.

  7. Stundaði einhverja heilsurækt yfir daginn. Hlauptu eða gakktu rösklega. Heilsurækt kemur í veg fyrir þunglyndi og eykur þrótt og þol.

  8. Verslaðu saddur og kauptu eingöngu nauðsynjavörur. Ekki láta bragðlaukana plata þig en hugsaðu um líkamann. Þú veist hvað er hollt og gerir þér gott.

  9. Hjálpaðu börnunum við heimalærdóminn og spurðu hvernig dagurinn þeirra hafi verið. Hvílir eitthvað á þeim?  Vertu vinur barnanna.

  10. Ekki láta litla hluti fara í taugarnar á þér, líttu á heildarmyndina. Hvað er það versta sem gæti gerst?

  11. Áfengisneyslu og önnur vímuefnaneysla er yfirleitt flótti frá raunveruleikanum. Vertu flott fyrirmynd.

  12. Nýttu matarafganga. Fjölbreytt snarl getur verið frábær kvöldverður.

  13. Horfðu eingöngu á sjónvarpið ef þættir/fréttir skila þér jákvæðum hugsunum.

  14. Sæktu í návist þeirra sem lyfta þér upp og eru sífellt jákvæðir og bjartsýnir.

  15. Gefðu þér og maka þínum frí eitt kvöld í viku. Heimsækið skemmtilegt fólk, farið í kvikmyndahús, leikhús eða kaffihús. Frí frá skyldustörfum er bráðnauðsynlegt.

  16. Að kvöldi dags er gott að setja sér markmið fyrir næsta dag. Skrifaðu niður öll verkefni og forgangsraðaðu.

  17. Lestu stóru markmiðin, draumana þína, yfir á hverjum degi. Sjáðu þig fyrir þér upplifa þá. Þá rætast þeir fyrr. Uppgjöf er ekki til.

  18. Leggstu á koddann með hreina samvisku og spurðu sjálfan þig hvaða áhrif dagurinn hafi haft á þig, hvað þú hafir lært og hvort þú getir gert betur á morgun.

  19. Hafðu hugfast að þú breytir ekki heiminum, aðeins sjálfum þér.


Þorgrímur Þráinsson

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is