Sumarið eftir tíunda bekk snýst líf Jóels, Álfhildar, Tomma og Hildigunnar um sumarvinnu, fótbolta, óvæntar uppákomur og einlæg samskipti. Allt gengur sinn vanagang þangað til Ania birtist. Hún er ólík öllum sem Jóel hefur hitt og eftir að hún sest fyrirvaralaust við borðið hans á Bláu könnunni rekur hver furðulegi atburðurinn annan. Og tölvan sem Jóel situr uppi með eftir að Ania lætur sig hverfa geymir upplýsingar sem varða framtíð Íslands.
Fáir hafa slegið jafn rækilega í gegn meðal lesenda á unglingsaldri og Þorgímur Þráinsson. Með Núll núll 9 fylgir hann eftir bókunum Svalasta 7an og Undir 4 augu sem hafa notið gríðarlegra vinsælda.
Aðrar bækur
Andi ehf. | Tunguvegi 12 | 108 Reykjavík | Sími: 661 4000 | Netfang: andi@andi.is