Kiddi er fjórtán ára og það er Tryggvi, besti vinur hans, líka. Líf þeirra snýst um að skara fram úr í fótbolta en áhuginn á stelpum er líka til staðar. Strákarnir kynnast Skapta í skólanum en hann er sonur uppfinningarmanns og lumar alltaf á einhverjum tæknibrellum. Þegar Sóley, vinkona Kidda, flytur út á land verður hann hrifinn af bekkjarsystur sinni, henni Agnesi. Í skíðaferðalagi gerast dularfullir atburðir og þegar Kiddi og Agnes ákveða að byrja saman dynur ógæfan yfir. Slysið hefur mikil áhrif á Kidda. Hann fyllist sektarkennd og missir áhugann á fótbolta. En hvað gerist svo? Verður hann valinn í landsliðshópinn? Lifir Agnes slysið af? Hvað gerir Kiddi þegar hann stendur augliti til auglits við manninn sem var búinn að valda honum svo miklum þjáningum? Kemur Sóley aftur suður?


Tár, bros og takkaskór er önnur skáldsaga Þorgríms Þráinssonar. 1989 kom út bókin Með fiðring í tánum, sem fékk einkar góðar viðtökur og var ein af metsölubókum ársins. Fékk Þorgrímur lof fyrir næman skilning á lífsviðhorfi unglinga og lipran stíl. Þorgrímur er ristjóri Íþróttablaðsins. Hann er einnig kunnur sem lands-liðsmaður í knattspyrnu og fyrirliði hins sigursæla knattspyrnuliðs Vals.

Aðrar bækur

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is