Undir 4 augu er saga um fjórtán ára ungmenni sem eru bundin tryggðarböndum en eiga erfitt með að fóta sig á hálu svelli unglingsáranna. Jóel fórnar landsliðinu til að geta heimsótt föður sinn í Kína þar sem hann lendir í miklum ævintýrum og lífsháska. Álfhildur og Tommi stinga saman nefjum á Akureyri og Tinna er send í skyndi til Lonson. Vinirnir þrá nærveru hvers annars en margt fer öðruvísi en ætlað er.


Undir 4 augu er sjálfstætt framhald metsölubókarinna Svalasta 7an sem kom út árið 2003 og fékk góðar viðtökur


Undir 4 augu er nítjánda bók verðlaunahöfundarins Þorgríms Þráinssonar en bækur hans hafa notið mikilla vinsælda. Margt býr í myrkrinu og Nóttin lifnar við voru valdar bestu barnabækur síðustu aldar í kosningu sem Bókasamband Íslands stóð fyrir 1999

Aðrar bækur

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is