Það eru liðnir þrír mánuðir frá því að Jóel bjargaði sér hetjulega úr klóm erlendra glæpamanna og hann er orðinn leiður á sífelldum spurningum fjölmiðlafólks um afrek hans. Hann vill bara vera í friði og hlakkar til að slaka á með vinum sínum á Snæfellsnesi heila helgi; fíflast í Línu og Tomma, hlusta á Fannar æfa sig fyrir Gettu betur og spjalla við Ásthildi og Hildigunni. En helgin verður ekki eins og Jóel sá fyrir sér. Hvað er eiginlega á seyði í norsku húsunum á Hellnum? Getur verið að fleiri en mamma Hildigunnar og Valdi vitlausi, vinur hennar, trúi á forna egypska konunga sem minna mest á fólkið í Avatar og búi sig undir nýja heimsins sem senn rís á Íslandi?
Þokan er dulræn og spennandi unglingasaga og sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Núll núll 9
Umsagnir
,,Bókin er spennuþrungin og mjög skemmtileg.”
Marta María Arnarsdóttir, 13 ára / pressan.is
Aðrar bækur
Andi ehf. | Tunguvegi 12 | 108 Reykjavík | Sími: 661 4000 | Netfang: andi@andi.is