Á morgun...


Á morgun er frábær tími til að breyta um lífsmáta.

Á morgun ætla ég að endurnýja gamla kortið í ræktinni sem ég notaði bara þrisvar.

Á morgun er mjög hentugt að hætta að borða sælgæti.

Á morgun ætla ég aldrei aftur að borða eftir klukkan átta á kvöldin.

Á morgun ætla ég loksins að láta drauminn rætast, fara á myndlistarnámskeið.

Á morgun er best að heimsækja Siggu frænku sem ég hef ekki séð í fimm ár.

Á morgun ætla ég að einblína á það jákvæða sem börnin mín gera.

Á morgun mun ég pottþétt ekki skamma neinn.

Á morgun ætla ég að minnka kaffidrykkju niður í tvo bolla á dag.

Á morgun ætla ég ekki að verja nema tíu mínútum á Facebook.

Á morgun ætla ég að byrja að leggja peninga til hliðar til að komast í frí með fjölskyldunni.

Á morgun ætla ég að lesa góða bók í stað þess að glápa á enn einn innihaldslausa sjónvarpsþáttinn.

Á morgun hrósa ég að minnsta kosti fjórum vinnufélögum.

Á morgun tem ég mér að heilsa fólki að fyrra bragði.

Á morgun er frábær dagur til að byrja að hugleiða.

Á morgun hætti algjörlega að taka þátt í kjaftagangi um aðra.

Á morgun borða ég jafnt og þétt yfir daginn, eingöngu hollt.

Á morgun............

Það er engin trygging fyrir því að morgundagurinn líti dagsins ljós.


Þorgrímur Þráinsson

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is