Að óska sér einskis


Ef maður á sér eina ósk er göfugast að óska sér einskis. Þetta er skoðun þeirra sem eru komnir svo langt á þroskabrautinni að þeir eru rétt handan við himnaríki. Og löngu hættir að kippa sér upp við brölt hvers æviskeiðs. Að óska sér einhvers veraldlegs er yfirlýsing um skort. Og skorti okkur eitthvað hlýtur það að vera afleiðing hamingjuskorts. Ef við erum fullkomlega sátt við okkur sjálf og þar af leiðandi heiminn, óskum við okkur einskis.

 

Í tímaritinu Gangleri er áhugaverð grein úr Bhagvad Gita. Greinin heitir Friður og er stuttorð:


,,Maður sá hefur fundið frið, er getur látið langanir allar renna um huga sinn án þess að ró hans raskist, -- eins og úthafið, sem elfur allar falla í án þess að það ókyrrist, -- en ekki sá, er girnist girnir.


Hver sá maður hverfur inn í friðinn, er hafnar óskum öllum, fetar löngunarvana feril sinn og er laus við alla eigingirni. Þetta er Arjuna! Ástand hins Eilífa. Enginn getur farið villur vegar, er í það kemst. Og sá fer inn í nirvana hins Eilífa, sem er í því jafnvel á andlátsstund sinni.”


(Þýðing: Sigurður Kristófer Pétursson)


Þorgrímur Þráinsson


Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is