Ég dreg að mér það sem ég hugsa
,Ég er nú í flæðinu. Ég sé greinilega hve mikil áhrif hugsanir mínar, tilfinningar og ákvarðanir hafa á kvikmynd lífs míns. Meðvitund mín um Andann merkir að halda jákvæðri, hreinni og kærleiksríkri einbeitingu. Það muna leiða af sér jákvæða, hreina og kærleiksríka niðurstöðu.
Þessu má líkja við að Andinn sjái leir og hugur minn formi hann. Haldi ég stöðugt upplyftum og bjartsýnum hugsunum og tilfinningum, verður líf mitt stöðugt hamingjusamt og í samhljómi. Englarnir stilla sig líka inn á bylgjulengd sannra hugsana og tilfinninga og vinna bak við tjöldin og stýra þeim áhrifum sem tilfinningar okkar og hugsanir kalla fram.
Andi minn er stöðugt að draga að sér, magna og skapa. Andi minn er kærleikur. Kærleikurinn gefur stöðugt, útbýtir og tjáir gleði. Kærleikur heldur jafnvægi í að gefa og þiggja. Kærleikann skortir ekkert, hann er heill og óskiptur í gleðinni. Andi minn er það sem ég er. Þess vegna er ég ferli og innihald allsnægta.
Hugur minn speglar allt sem hann sér. Ef ég horfi í myrkrið, myrkvast hugur minn. Ef ég horfi í ljós eða kærleika verður hugur minn fullur ljóss og kærleika. Þetta er mitt val. Ég get horft á allsnægtir hins góða í heiminum og hugur minn verður fullur allsnægta af góðum hugsunum.
Vegna þess að það sem ég hugsa er það sem ég dreg til mín og skapa, vil ég aðeins hugsa kærleiksríkar hugsanir um hinar góðu allsnægtir. Hvernig ég beiti huga mínum (jákvætt eða neikvætt) er líkt ákvörðun um hvað ég gef honum að borða – ruslfæði eða heilsufæði. Ég vil aðeins sjá hið góða, þannig að hugur minn fyllist af hinu góða og þannig skapi ég aðeins það sem er gott.“
Úr bókinni Heilun með álfum eftir Doreen Virtue
Þorgrímur Þráinsson
Andi ehf. | Tunguvegi 12 | 108 Reykjavík | Sími: 661 4000 | Netfang: andi@andi.is