Hamingjan


Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við göngum í hjónaband, eignumst barn og síðan þegar við eignumst annað barn. Síðan verðum við ómöguleg yfir því að börnin eru enn svo ung og við teljum að við verðum miklu ánægðari þegar þau eldast. Þegar það gerist verðum við pirruð á því að þurfa að takast á við unglingana okkar og teljum okkur verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldursskeiði.

Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífsfyllingu loksins þegar; maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bíl, þegar við komust í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein.

 

Sannleikurinn er sá að það er ekki til betri tími til að vera hamingjusamur en einmitt núna!! Ef ekki núna, þá hvenær?

 

Lífið er alltaf fullt af vandamálum. Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingjusamur þrátt fyrir það. Alfred D. Souza sagði eitt sinn: ,,Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja, þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir. Síðan myndi lífið byrja. Dag einn rann það upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft.“

 

Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin leið að hamingjunni. Hamingjan er leiðin. Njótum hverrar stundar sem við eigum. Njótum hennar enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með öðrum sem er nógu sérstakur til að verja tíma með. Og munum að tíminn bíður ekki eftir neinum.

 

Hættu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum, þar til þú hefur eignast börn eða þar til þau flytja að heiman, þar til þú byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun, þar til þú færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt byrjar, þar til þú ert búinn að fá þér í glas, þar til runnið er af þér, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný... til þess eins að ákveða að það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur en einmitt núna!

 

Hamingjan er ferðalag, ekki áfangastaður.

 

Sinntu starfi þínu eins og þú þarfnist ekki peninga.

Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særður.

Dansaðu eins og enginn sjái til þín.

(Höfundur óþekktur)


Þorgrímur Þráinsson

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is