Hver er tilgangurinn?


Ég er leitandi. Ég leita skýringa á jarðlífinu. Mig langar að vita hver er tilgangur þeirrar staðreyndar að maðurinn fæðist í þennan heim og þroskast í gegnum alls konar erfiðleika frá því að vera barn í fullorðinn mann, kvænist og getur af sér börn, sem síðan ganga í gegnum sama ferlið ættlið fram að ættlið, og glata með aldrinum hæfileikanum sem kostaði þau svo mikla fyrirhöfn að afla sér – og deyja að lokum. Keðja án upphafs og endis!


Börn eru sífellt að fæðast. Þau læra, þau leggja hart að sér, þau vilja þroska til fullnustu bæði hug og líkama, en eftir tiltölulega stuttan tíma er öllu lokið og þau verða að ormafæðu í moldu jarðar. Hver er tilgangurinn með öllu þessu? Hver er tilgangur þess að leiða endalaust fram fleiri og fleiri kynslóðir manna?


Nei! Það er ómögulegt að lífið á jörðinni geti verið svo tilgangslaust! Handan þessarar, að því er virðist, endalausu keðju fæðinga og dauða hlýtur að vera dýpri merking jafnvel þótt hún virðist óútskýranleg fyrir fordómafullan og fjötraðan huga. Það hlýtur að vera til fullkomlega viðunandi og skynsamleg skýring – séð hinum megin frá! 


Úr bókinn Vígslan eftir Elisabeth Haich


Þorgrímur Þráinsson

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is