Hvernig öðlast maður líf?
Bill Gates hélt einhverju sinni ræðu fyrir nemendur í framhaldsskóla og fjallaði um 11 atriði sem nemendur læra aldrei í skóla. Hann vildi koma því á framfæri að skólakerfið, undanlátsemin og velmegunarvandinn væri að ala af sér kynslóðir sem myndu ekki ná að fóta sig í hinum ,,raunverulega” heimi.
Bill Gates sagði:
Regla 1: Lífið er ekki sanngjarnt. Þú verður að venjast því.
Regla 2: Heiminum er alveg sama um hversu mikið sjálfstraust þú hefur. Heimurinn gerir hins vegar kröfur til þess að þú afrekir eitthvað áður en þú verður of ánægður með sjálfan þig.
Regla 3: Þú munt EKKI þéna 10 milljónir á ári strak eftir nám í framhaldsskóla. Þú munt ekki verða varaforseti með bílasíma fyrr en þú átt hvorutveggja skilið.
Regla 4: Ef þú heldur að kennarinn þinn sé harður í horn að taka, bíddu þar til þú færð yfirmann.
Regla 5: Það að steikja hamborgara er ekki fyrir neðan þína virðingu. Afi þinn og amma notuðu annað orð yfir það að steikja hamborgara; þau kölluðu það TÆKIFÆRI.
Regla 6: Ef þér mistekst, er það ekki foreldrum þínum að kenna. Ekki væla vegna mistaka þinna, dragðu lærdóm af þeim.
Regla 7: Áður en þú fæddist voru foreldrar þínir ekki eins leiðinlegir og þeir eru núna. Þeir urðu það eftir að hafa borgað reikningana þína, þvegið fötin þín, tekið til eftir þig og hlustað á þig tala um hversu æðislegur þú sért. Áður en þú bjargar regnskógunum frá sníkjudýrum af kynslóð foreldra þinna skaltu aflúsa fötin í þínum eigin klæðaskáp.
Regla 8: Skólinn þinn kann að hafa útrýmt sigurvegurum og auðnuleysingjum en lífið hefur síður en svo gert það. Sumir skólar hafa fellt falleinkunnir úr gildi og færa þér rétta svarið aftur og aftur á silfurfati. Slíkt er í engu samræmi við hið raunverulega líf.
Regla 9: Lífið skiptist ekki í annir. Þú færð ekki sumarfrí og mjög fáir starfsmenn hafa áhuga á að hjálpa þér að ,,finna sjálfan þig”. Þú þarf að gera það upp á eigin spýtur og utan vinnutíma.
Regla 10: Sjónvarpið endurspeglar ekki raunveruleikann. Í lífinu sjálfu þarf fólk að yfirgefa kaffihúsin og fara til vinnu.
Regla 11: Vertu vingjarnlegur við lúða. Það er einhverjar líkur á því að þú munir einhvern tímann vinna fyrir einn slíkan.
Þorgrímur Þráinsson
Andi ehf. | Tunguvegi 12 | 108 Reykjavík | Sími: 661 4000 | Netfang: andi@andi.is