Innri eldar


Ansi margir stökkva nánast daglega frá einu ,,tækifæri“ til annars án þess að fylgja ástríðu sinni.

Þeir þróa hvorki né þroska sínar bestu gjafir, heldur eltast endalaust við skjótfenginn gróða, sem þeir finna sjaldnast.

 

Staðreyndin er sú að það fjármagn, sem þú innst inni óskar eftir að komast yfir, mun elta þig ef hefur hugrekki til að gera það sem ástríða þín hvetur þig til að gera, að hjálpa öðrum á þinn hátt. Þannig hjálpar þú sjálfum þér.

Fjöldi fólks þjáist og þótt ótrúlegt megi virðast hefur þú lausnina.

Með því að kveikja elda hið innra, fylgja ástríðu þinni, ertu ekki eingöngu að hjálpa sjálfum þér, heldur fjölda fólks.

Með því að styrkja sjálfan þig, elta drauminn og hlusta á hjartað gerirðu gagn, meðvitað og ómeðvitað.

Ef þú ert með viðskiptahugmynd, kýldu á hana.

Ef þú þig langar að skrifa bók, láttu slag standa.

Ef þig langar í háskóla, drífðu þig.

Ef þig langar verða söngvari, farðu í söngskóla.

Draumar þínir eru innan seilingar og í raun miklu nær en þig grunar.

 

Þú býrð yfir guðsgjöfum. Og hvort sem þú viðurkennir það eða ekki, veistu hverjar þær eru.

Þú veist hvar hæfileikar þínir fá best notið sín.

Það er ekkert að óttast.

Menn læra af mistökum og þroskast mest með því að fikra sig áfram.

Með því að framkvæma það sem hefur alltaf blundað í þér ertu um leið að hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.

Árangurinn kemur ekki bara á óvart, heldur kemur hann fljótt.


Það eru engin vandamál, aðeins lausnir.

Um leið og þú tengist innri eldi, kvikna hugmyndir að úrlausnum og frábærir hlutir eiga sér stað.

Þorgrímur Þráinsson

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is