Þegar tveir ísbirnir hafa gengið á land sama sumarið hugsar fólk um fátt annað. ,,Ég væri til í að fá ísbjörn í afmælisgjöf, “ segir unglingurinn Karen þegar fjölskyldan hennar þarf að skreppa norður í land. Síst grunar hana þó að systkini hennar þrjú, Bjössi, Lóa, og Krummi, fái tækifæri til að láta þá ósk rætast.


Þorgrímur Þráinsson er einn af eftirlætisrithöfundum íslenskra barna og unglinga. Hér spinnur hann spennandi og eldfjöruga sögu um daginn sem þriðji ísbjörninn gengur á land og móttökunefndin samanstendur af þremur hugmyndaríkum krökkum.

Aðrar bækur

Andi ehf.   |   Tunguvegi 12   |   108 Reykjavík   |   Sími: 661 4000   |   Netfang: andi@andi.is